Fótbolti

Mandzukic hættur að spila fyrir Króata

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mandzukic og Luka Modric fagna saman eftir sigur Krróata á Íslendingum í umspili HM 2014. Mandzukic skoraði í þeim leik.
Mandzukic og Luka Modric fagna saman eftir sigur Krróata á Íslendingum í umspili HM 2014. Mandzukic skoraði í þeim leik. Vísir/Getty
Framherjinn Mario Mandzukic er hættur að spila fyrir króatíska landsliðið.

Mandzukic þarf vart að kynna fyrir Íslendingum, hann hefur gert íslenska liðinu lífið leitt í öllum þeim fjölmörgu viðureignum sem liðin hafa átt síðustu ár.

Hann er 32 ára og hefur skorað 33 mörk í 89 leikjum með Króatíu á rúmum tíu ára landsliðsferli.

„Það er enginn óskatími til þess að hætta,“ sagði Mandzukic í dag. „Ég trúi því að við myndum allir spila fyrir Króatíu alla ævi ef við gætum það.“

„Mér finnst þetta hins vegar vera rétta augnablikið fyrir mig. Ég gerði mitt besta í stærsta sigri króatískrar fótboltasögu.“

Mandzukic var lykilmaður í liði Króata á HM í Rússlandi í sumar. Liðið náði þar í silfurverðlaun sem er besti árangur Króatíu frá upphafi.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×