Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18:30. Mynd/Stöð 2
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld verður fjallað um slysið í Genúa á Ítalíu þar sem stór hluti brúar hrundi í dag. Að minnsta kosti 35 manns eru látnir og er búist við að talan hækki en á annað hundrað björgunarsveitarmanna eru nú á svæðinu.

Einnig verður talað við forstjóra Persónuverndar sem setur spurningarmerki við drög að frumvarpi sem miðar að því að koma á myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að sporna við brottkasti og löndun afla framhjá vigt.

Við ræðum við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um mál ungs manns í MS sem vill breyta nafni sínu í gögnum skólans en fær það ekki.

Við ræðum við jarðvísindamenn sem eru við rannsóknir á og við Öræfajökul og hafa komist að því að eldgos í jöklinum hafa verið mun stærri en áður var talið.

Við tökum púlsinn á mönnun í skólakerfinu og skoðum dagskrá Menningarnætur á laugardaginn.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×