Enski boltinn

Ramos: Ekki fyrsti úrslitaleikurinn sem Klopp tapar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ramos leikur sér með knöttinn.
Ramos leikur sér með knöttinn. vísir/getty
Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, nýtti tækifærið og skaut aðeins á Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, á blaðamannafundi fyrir Ofurbikarinn en Atletico Madrid og Real spila annað kvöld.

Klopp lét Ramos heyra það eftir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni en Mo Salah þurfti að fara af velli eftir samstuð við Ramos. Nú hefur Ramos svarað Klopp.

„Ég hef gefið mína skoðun á þessu. Það var ekki ætlun mín að meiða leikmann. Hann vill bara útskýringu á tapinu en þetta er ekki fyrsti úrslitaleikurinn sem tapar,” sagði Ramos.

Liverpool tapaði úrslitaleiknum 3-1 í maí en þetta var sjöundi úrslitaleikurinn sem Klopp tapar. Ramos hélt áfram að skjóta á Klopp.

„Sumir af okkur hafa verið við keppni á hæsta stigi fótboltans í mörg ár en ég er ekki viss um hann geti sagt það sama. Látum Klopp um hans leikmenn,” en Ramos hrósaði honum að lokum:

„Þegar við kusum um stjóra ársins þá kaus ég hann, svo hann getur slakað á.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×