Innlent

Slökkvilið kallað út vegna elds í pökkunarhúsi norðan við Flúðir

Atli Ísleifsson skrifar
Eins og sjá má var talsverður reykur sem barst frá pökkunarhúsinu.
Eins og sjá má var talsverður reykur sem barst frá pökkunarhúsinu. Mynd/Anna Gréta Ólafsdóttir
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út að Reykjaflöt í nágrenni Flúða eftir að eldur kom upp í pökkunarhúsi í kvöld. Búið er að ná tökum á eldinum.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir í samtali við Vísi að húsið sem um ræðir sé um 200 fermetrar að stærð. „Það er áfast gróðurhúsi, en íbúðahús og aðrar byggingar eru ekki í hættu.

Slökkvilið er komið á staðinn og slökkvistarf hafið. Það er strax búið að ná tökum á eldinum þannig að eldurinn er farinn að minnka verulega og reykurinn orðinn ljós. Hvað slökkvistarf varðar þá lítur þetta alls ekki illa út núna. Ég þori þó ekki að segja til um tjón á þessari stundu, en ljóst að það eru heilmiklar skemmdir á þessu pökkunarhúsi,“ segir Pétur.

Reykjaflöt er merkt inn á kortinu.Loftmyndir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×