Enski boltinn

Hvar ætlar Tottenham að spila gegn City í lok október?

Anton Ingi Leifsson skrifar
„Við þurfum að finna völl strákar!"
„Við þurfum að finna völl strákar!" vísir/getty
Tottenham gæti þurft þriðja heimavöllinn á komandi leiktíð til þess að spila gegn Manchester City í október en þetta herma heimildir Sky Sports.

Tottenham greindi frá því á mánudaginn að nýr völlur þeirra sem tekur 62 þúsund manns verði ekki klár fyrr en í október vegna öryggisráðastafana. Hann átti að vera tilbúinn í upphaf tímabils en það tafðist.

Félagið staðfesti á sama tíma að leikir liðsins gegn Liverpool þann 15. september og gegn Cardiff 6. október hafa verið færðir yfir á Wembley en leikurinn gegn City er til vandræða.

Tottenham á að spila gegn City 28. október og herma heimildir Sky að völlurinn verði ekki tilbúinn þá. Erfitt er að færa leikinn á Wembley því sama kvöld spila Jacksonville Jaguars og Philadelphia Eagles í NFL á Wembley.

Enska knattspyrnusambandið og stjórn NFL hafa tekið illa í þá hugmynd um að færa NFL-leikinn á aðra dagsetningu en ein hugmynd er að spila leikinn sólarhring áður. Það ku heldur ekki hafa fallið vel í kramið því í nægu er að snúast fyrir leikinn.

Líklegast er þó að liðin skipti á heimaleikjum sínum; að leikurinn 28. október verði spilaður á Etihad og síðari leikur liðanna á tímabilinu fari fram á heimavelli Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×