Tónlist

Gefur aðdáendum ellefu milljónir

Bergþór Másson skrifar
Travis Scott á tónleikum
Travis Scott á tónleikum
Rapparinn Travis Scott eyddi 11 milljónum krónum (100.000 Bandaríkjadölum) af sínum eigin pening í aðdáendur sína í gær. Eina sem þeir þurftu að gera var að vitna í texta hans á Twitter.

Nýútgefin plata rapparans er söluhæsta plata Bandaríkjanna þessa vikuna og fagnaði Scott því með þessum gjörning á Twitter.

„Ég veit að það er erfitt fyrir krakkana þarna úti þannig ég ákvað að opna bankareikninginn og gefa ykkur 100.000 dali.“ segir Scott á Twitter síðu sinni.

Aðdáendur fengu peninginn í gegnum forritið Cash, sem virkar á svipaðan hátt og Aur og Kass hérlendis.

Mikil ánægja ríkti hjá aðdáendum rapparans þegar þau fengu peninginn frá honum, eins og má sjá á meðfylgjandi tístum. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×