Innlent

Segir Bubba ekki ætla að áfrýja

Bergþór Másson skrifar
Steinar Berg stefndi Bubba fyrir meiðyrða í þáttunum um Popp- og rokksögu Íslands.
Steinar Berg stefndi Bubba fyrir meiðyrða í þáttunum um Popp- og rokksögu Íslands. Vísir/GVA/Anton Brink

Bubbi Morthens ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðarmáli sem Steinar Berg höfðaði gegn tónlistarmanninum og RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Steinar sendir fjölmiðlum í dag. RÚV ætli hins vegar að áfrýja dómnum.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Bubba og RÚV til að greiða Steinari 500 þúsund krónur í miskabætur vegna meiðyrða í lok júlí. Steinar segir Bubba hafa tilkynnt sér í dag að hann hyggðist ekki áfrýja dómnum og greiða sektina.

Málið varðaði ummæli Bubba í sjónvarpsþættinum Popp og rokksaga Íslands og á Facebook síðu sinni.

Steinar hefur fallist á að taka við greiðslu frá Bubba fyrir helmingi þeirrar upphæðar sem Bubba og RÚV var gert að greiða honum, þ.e. 250 þúsund krónur.

Steinar segir fyrir liggja að RÚV ætli að áfrýja dómnum og segir að sá tími sem RÚV hafði til birtingar dómsorðs og forsendna sé liðinn.

Ekki náðist í Bubba Morthens við gerð fréttarinnar.


Tengdar fréttir

Stefnir Bubba fyrir ærumeiðandi ummæli

"Það er alveg með ólíkindum að RÚV standi fyrir persónulegri aðför að fólki eins og gert er hér, og neiti að hlusta á beiðnir um að ærumeiðandi ummæli séu klippt út.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.