Erlent

Parísarbúar reiðir yfir „ljótum“ pissuskálum

Samúel Karl Ólason skrifar
Pissuskálarnar eru fylltar af stráum og á enga pissulykt að bera frá þeim. Þar að auki vaxa blóm úr einhverjum þeirra.
Pissuskálarnar eru fylltar af stráum og á enga pissulykt að bera frá þeim. Þar að auki vaxa blóm úr einhverjum þeirra. Vísir/EPA
Parísarbúar eru margir hverjir reiðir yfir umhverfisvænum pissuskálum sem búið er að koma fyrir víða um borgina. Það var gert til að draga úr þvagláti fólks á förnum vegi en pissuskálarnar eru þó á opnum og fjölförnum stöðum. Þá eru þær skærrauðar og segja íbúar að þær séu forljótar og ósæmilegar.

Pissuskálarnar eru fylltar af stráum og á enga pissulykt að bera frá þeim. Þar að auki vaxa blóm úr einhverjum þeirra.

Hópur íbúa ætlar sér að leggja fram kröfu um að skálarnar verði fjarlægðar. Embættismenn segja þó að þörf sé á þeim. Án þeirra myndu menn halda áfram að míga á götum úti. Hins vegar sé ljóst að finna þurfi nýja lausn ef þetta fari svo verulega fyrir brjóstið á íbúum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×