Fótbolti

Fjórar enduðu á sjúkrahúsi eftir slagsmál í argentínska kvennafótboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dómari í kvennafótboltaleik á vegum FIFA. Myndin tengist fréttinni þó ekki neitt.
Dómari í kvennafótboltaleik á vegum FIFA. Myndin tengist fréttinni þó ekki neitt. Vísir/Getty
Fótboltaleikur milli argentínsku kvennafótboltaliðanna Universitario og Libertad endaði mjög illa á dögunum.

Leikurinn leystist hreinlega upp í fjöldaslagsmál eftir að dómarinn hafði gefið öðrum þjálfaranum rautt spjald.

Universitario fékk dæmda vítaspyrnu og eftir hörð mótmæli fékk þjálfari Libertad rautt spjald.

Það var síðan olía á eldinn þegar einn leikmaður Universitario fór að öskra á einn í þjálfaraliði Libertad. Nokkrum sekúndum seinna réðust stelpurnar á hvora aðra og enginn réði við eitt né neitt.

Stelpurnar létu vel finna fyrir sér og sjö leikmenn urðu fyrir meiðslum. Fjórar þeirra meiddust svo illa að þær enduðu á sjúkrahúsi.





„Fimm þeirra hentu mér í jörðina,“ sagði Celeste Racca í viðtali við argentínska blaðið La Nacion en hún endaði á sjúkrahúsi.

„Ég sagði vinkonu minni að láta lítið fara fyrir sér því þær ætluðu bara að drepa okkur. Þetta er skammarlegt,“ sagði Celeste Racca.

„Það er svo mikil vinna að baki í baráttunni fyrir kvennafóboltann og svo kemur eitthvað svona fyrir. Þetta er mjög sárt,“ sagði Racca.





Emeteiro Farias, forseti deildarinnar, sem liðin spila í hefur lofað mjög ströngum refsingum fyrir þessa hegðun leikmannanna.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá slagsmálunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×