Fótbolti

Atletico kláraði Real í framlengingu í stórkostlegum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Atletico fagna í kvöld.
Leikmenn Atletico fagna í kvöld. vísir/getty

Atletico Madrid hafði betur gegn grönnum sínum í Real Madrid í baráttunni um Ofurbikarinn en lokatölur urðu 4-2 sigur Atletico eftir framlengingu í stórkostlegum leik.

Það var ekki liðin ein mínúta er fyrsta mark leiksins kom. Diego Costa fékk langan bolta fram, skallaði hann framhjá Ramos, skallaði hann framhjá Varane og þrumaði honum í netið.

Real jafnaði metin á 27. mínútu. Gareth Bale vippaði frábærum bolta á Gareth Benzema sem kom boltanum framhjá Jan Oblak í markinu. 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja.

Real komst yfir með marki Sergio Ramos af vítapunktinum á 63. mínútu en aftur var Diego Costa á ferðinni. Hann jafnaði á 79. mínútu sem kom boltanum í netið eftir darraðadans í vítateig Real.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því réðust úrslitin í framlengingu. Saul kom Atletico yfir á 98. mínútu með frábæru marki og sex mínútum síðar skoraði Koke fjórða mark Atletico eftir mistök í vörn Real.

Lokatölur því 4-2 sigur í stórskemmtilegum knattspyrnuleik en leikið var í Tallinn í Eistlandi. Atletico tekur því fyrsta stóra bikarinn í Evrópu þetta tímabilið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.