Fótbolti

Atletico kláraði Real í framlengingu í stórkostlegum leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Atletico fagna í kvöld.
Leikmenn Atletico fagna í kvöld. vísir/getty
Atletico Madrid hafði betur gegn grönnum sínum í Real Madrid í baráttunni um Ofurbikarinn en lokatölur urðu 4-2 sigur Atletico eftir framlengingu í stórkostlegum leik.

Það var ekki liðin ein mínúta er fyrsta mark leiksins kom. Diego Costa fékk langan bolta fram, skallaði hann framhjá Ramos, skallaði hann framhjá Varane og þrumaði honum í netið.

Real jafnaði metin á 27. mínútu. Gareth Bale vippaði frábærum bolta á Gareth Benzema sem kom boltanum framhjá Jan Oblak í markinu. 1-1 er liðin gengu til búningsherbergja.

Real komst yfir með marki Sergio Ramos af vítapunktinum á 63. mínútu en aftur var Diego Costa á ferðinni. Hann jafnaði á 79. mínútu sem kom boltanum í netið eftir darraðadans í vítateig Real.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því réðust úrslitin í framlengingu. Saul kom Atletico yfir á 98. mínútu með frábæru marki og sex mínútum síðar skoraði Koke fjórða mark Atletico eftir mistök í vörn Real.

Lokatölur því 4-2 sigur í stórskemmtilegum knattspyrnuleik en leikið var í Tallinn í Eistlandi. Atletico tekur því fyrsta stóra bikarinn í Evrópu þetta tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×