Viðskipti innlent

Toyota á Íslandi jók hagnað sinn um 64 prósent

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi.
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. Fréttablaðið/GVA

180816.pdf

Toyota á Íslandi hagnaðist um ríflega 1.133 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 64 prósent frá fyrra ári þegar hann var um 692 milljónir króna, samkvæmt nýbirtum ársreikningi bílaumboðsins.

Leggur stjórnin til að greiddur verði arður upp á 300 milljónir króna vegna síðasta árs.

Rekstrartekjur Toyota á Íslandi námu 15,4 milljörðum króna í fyrra en til samanburðar voru tekj- urnar um 12,6 milljarðar árið 2016. Rekstrargjöldin voru 13,7 milljarðar króna í fyrra og hækkuðu um 2,1 milljarð króna á milli ára. EBITDA bílaumboðsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var rúmlega 1,7 milljarðar króna í fyrra og batnaði um 76 prósent frá fyrra ári þegar EBITDA var 982 milljónir.

34 starfsmenn að meðaltali störfuðu hjá félaginu í fyrra

Toyota á Íslandi átti eignir upp á 5,9 milljarða króna í lok síðasta árs en eigið fé þess var á sama tíma 1,6 milljarðar og eiginfjárhlutfallið um 27 prósent.

Félagið er alfarið í eigu UK fjárfestinga sem er aftur í jafnri eigu Úlfars Steindórssonar forstjóra og Kristjáns Þorbergssonar fjármálastjóra.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
0,13
5
93.108
VIS
0
3
9.252
ORIGO
0
1
5.125
SJOVA
0
6
57.051
TM
0
1
15.150

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,06
5
38.300
SIMINN
-1,84
5
90.353
N1
-1,65
6
126.050
REITIR
-1,52
3
54.714
SYN
-1,42
5
94.490
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.