Enski boltinn

Ragnar hjá Liverpool á leiðinni í ítölsku deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Klavan og Jürgen Klopp bregða á leik á æfingu.
Ragnar Klavan og Jürgen Klopp bregða á leik á æfingu. Vísir/Getty
Eistneski landsliðsfyrirliðinn Ragnar Klavan spilar ekki á Anfield á þessu tímabili eins og í fyrra. Liverpool ferill hans virðist nú vera á enda.

Liverpool er nú í viðræðum við ítalska félagið Cagliari um eins árs lán á Ragnar Klavan. Sky Sports segir að leikmaðurinn sé á leið til Ítalíu til að ganga frá samningi.





Mörgum Íslendingum fannst Liverpool kaupa vitlausan Ragnar eftir EM í Frakklandi sumarið 2016.

Í stað þess að reyna að fá miðvörðinn Ragnar Sigurðsson, eina af stjörnum íslenska landsliðsins á EM, þá keypti Jürgen Klopp frekar Ragnar Klavan frá þýska liðinu Augsburg.

Liverpool borgaði 4,2 milljónir punda fyrir Ragnar Klavan og hann varð um leið dýrasti knattspyrnumaður Eista frá upphafi.

Samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu þá mun Cagliari borga Liverpool tvær milljónir punda fyrir að taka yfir síðasta ár samnings hans.

Ragnar Klavan spilaði 39 leiki fyrir Liverpool á þessum tveimur tímabilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×