Enski boltinn

Gray vill hætta að horfa á England á barnum og komast í liðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gray í leik gegn United í fyrstu umferðinni.
Gray í leik gegn United í fyrstu umferðinni. vísir/getty
Demarai Gray, vængmaður Leicester, segist vera búinn að fá nóg af því að horfa á enska landsliðið á barnum og vill komast á næsta HM.

Þessi 22 ára gamli leikmaður spilaði undir stjórn Gareth Southgate fyrir U21-árs landslið Englendinga og vill nú taka næsta skref á ferlinum.

„Ég held að það sé kominn tími til þess að taka næsta skref á mínum ferli. Ég er 22 ára núna og er að þroskast sem leikmaður og sem persóna,” sagði Gray i samtali við fjölmiðla.

„Ég held að það sé vegna þess að ég hef verið í kringum alvöru fótbolta síðan ég var sautján ára. Ég veit hvað það þarf til.”

„Ég vil ekki lengur horfa á England á barnum. Ég vil komast á næsta EM, komast á næsta HM. Ég held að það sé mitt næsta markmið og til þess þarf ég að standa mig hjá Leicester.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×