Innlent

Hlaupa eins og fætur toga

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Sprækustu hlaupararnir tóku á rás eins og kýr að vori þegar hlaupið hófst.
Sprækustu hlaupararnir tóku á rás eins og kýr að vori þegar hlaupið hófst. Vísir/Vilhelm
Það var stór og fjölbreyttur hópur sem lagði upp í hlaupið þegar Reykjavíkurmaraþonið hófst skömmu fyrir níu í morgun.

Það er óhætt að segja að þáttaka í maraþoninu sé góð.Vísir/Egill
Þeir sem taka þátt í skemmtiskokki eða styttra hlaupi leggja af stað í áföngum eftir því sem líður á daginn. Tímatöku lýkur síðan formlega 16:10.



Guðni lætur sig ekki vanta á viðburði sem þessa.Vísir/Vilhelm
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er meðal þeirra fjölmörgu hlaupara sem taka þátt í maraþoninu í ár.



Aðför að einkabílnum?Vísir/Egill
Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu má búast við töluverðum umferðartöfum vegna maraþonsins. Melatorginu var lokað á meðan hlauparar fóru þar í gegn við upphaf hlaupsins, Ánanaustum var síðan lokað og stendur lokunin til 11:30. Því verður erfitt um vik að komast á ökjutækjum út á Granda/Örfirisey fyrir hádegi.

Drónar eru þarfaþing á dögum sem þessum.Vísir/Egill

Tengdar fréttir

Ráðherra skenkir súpu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi.

Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt

Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menn­ingar­nótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×