Enski boltinn

Mourinho um heimildaþætti City: „Þú getur ekki keypt fagmennsku“

Einar Sigurvinsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United. Vísir/Getty
„Það er óþarfi að sýna vanvirðingu til að búa til góða bíómynd,“ sagði Jose Mourinho þegar hann var spurður út í heimaldaþáttaröðina All or Nothing: Manchester City, en þar er farið bak við tjöldin hjá Englandsmeisturunum á síðasta tímabili.

Í öðrum þætti í þáttaröðinni er sýnt frá undirbúningi Manchester City fyrir grannslaginn gegn Manchester United. Þulur þáttarins, Ben Kingsley, kynnir þá einvígið sem sóknarbolta á móti varnarmúr.

„Þú getur verið ríkt félag og keypt bestu leikmenn í heimi, en þú getur ekki keypt fagmennsku. Þeir sýndu það greinilega,“ sagði Mourinho .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×