Enski boltinn

Crouch kominn með tvö hundruð mörk á Englandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Crouch þakkar stuðningsmönnum Stoke.
Crouch þakkar stuðningsmönnum Stoke. vísir/getty
Tvö hundraðasta mark Peter Crouch í enskum fótbolta bjargaði stigi fyrir Stoke í ensku B-deildinni í dag.

Stoke gerði 2-2 jafntefli við Preston á útivelli en Crouch kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. Það tók hann tvær mínútur að jafna metin.

Ferill Crouch í enskum fótbolta er ótrúlegur og spannar hann tvö hundruð mörk en hann er á sínu sjöunda tímabili hjá Stoke sem féll úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Einnig hefur hann leikið með Southampton, Liverpool og Tottenham meðal annars í enska boltanum en flest hans mörk hafa komið fyrir Stoke eða 45 talsins.

Crouch er orðinn 37 ára og það er ljóst að það eru ekki mörg tímabil eftir hjá kappanum en að vera kominn með 200 mörk er magnað afrek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×