Enski boltinn

Strinic tekur sér frí vegna hjarta vandræða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strinic í leik með Króatíu á HM.
Strinic í leik með Króatíu á HM. vísir/getty
Ivan Strinic, varnarmaður AC Milan og króatíska landsliðsins, þarft að taka sér frí frá fotbolta vegna hjartagalla.

Strinic skrifaði undir samning við Milan í júlí og hafði ekki leikið með liðinu er upp komst um galla Strinic.

Hann var hluti af króatíska landsliðinu sem komst í úrslitaleikinn á HM í síðasta mánuði en tapaði úrslitaleiknum gegn Frakklandi.

Milan segir að Strinic taki sér ótímabundið frí frá knattspyrnu eftir að komst upp með gallann í reglulegri skoðun hjá ítalska félaginu.

Hann mun ganga undir frekari læknisskoðun en hann hefur spilað 49 leiki fyrir Króatíu á níu árum. Hann skipti frá Sampdoria til Milan í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×