Enski boltinn

Reiðilestur Pochettino yfir blaðamönnum í fimm mínútur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino á hliðarlínunni í dag.
Pochettino á hliðarlínunni í dag. vísir/getty
Enskir blaðamenn fengu reiðilestur frá Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, er hann var aðspurður út í framtíð miðvarðarins Toby Alderweireld.

Eftir 3-1 sigur á Fulham á Wembley í dag var Pochettino spurður hvort að Alderweireld yrði áfram hjá félaginu en hann hefur verið mikið orðaður burt frá félaginu.

Danny Rose og Mousa Dembele sem hafa einnig verið orðaðir burt frá félaginu sátu bara á bekknum í dag og horfðu á leikinn.

„Leikmenn sem spila ekki þurfa að bíða eftir að ég verði rekinn eða fari eitthvað annað til þess að finna lausn á sínum málum,” sagði Pochettino.

„Ég er svo þreyttur að tala um leikmenn sem eru ekki ánægðir eða leikmenn sem vilja fara. Auðvitað verða allir leikmenn ósáttir ef þeir eru ekki að spila.”

„Þið (England) stofnuðuð fótboltann og þið sömduð þessar reglur. Afhverju eru ekki 24 leikmenn á vellinum? Afhverju eru 25 leikmenn í hópnum ef þú getur bara spilað ellefu?”

„Afhverju er ekki hægt að skipta á hverri mínútu eins og í körfubolta? Afhverju ekki að gera eins og Ítalarnir og vera með alla á bekknum og hafa ekki bara lista með átján nöfnum?”

Tottenham hefur þó byrjað vel á tímabilinu og er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×