Fótbolti

Gunnhildur Yrsa og stöllur hennar eiga enn möguleika á úrslitakeppni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gunnhildur Yrsa vinnur tæklingu
Gunnhildur Yrsa vinnur tæklingu vísir/getty
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Utah Royals þegar liðið heimsótti botnlið Sky Blue í New Jersey í gær í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Heimakonur komust óvænt í 2-0 en liðið er langneðst í deildinni með aðeins fimm stig og er enn án sigurs eftir nítján leiki.

Gunnhildur Yrsa og stöllur hennar gáfust ekki upp og náðu inn jöfnunarmarki í uppbótartíma þegar bandaríska landsliðskonan Amy Rodriguez skoraði.

Jafnteflið heldur voninni um sæti í úrslitakeppni á lífi en Utah Royals er tveimur stigum frá fjórða sætinu og á tvo leiki eftir í deildarkeppninni.

Liðin fyrir ofan eiga hins vegar einn leik til góða og því ljóst að margt þarf að falla fyrir Utah Royals á lokasprettinum til að liðið verði meðal þeirra fjögurra efstu. Fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni um bandaríska meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×