Japanar framleiða moskur á hjólum fyrir múslima á Ólympíuleikunum í Tókýó Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2018 11:00 Framleiðandinn segir að á fimmta tug manna geti lagst á bæn á sama tíma. Vísir/Youtube Japanskir verkfræðingar hafa hannað færanlegar farandmoskur á hjólum sem verða nýttar til að gefa múslimum sín eigin bænarými þegar Ólympíuleikarnir í Tókýó fara fram eftir tvö ár. Það tók fjögur ár að hanna og framleiða moskurnar. Grunnurinn er 25 tonna trukkur sem hægt er að opna og láta breiða úr sér til að mynda 48 fermetra rými. Þar getur vel á fimmta tug manna lagst á bæn í einu.Með þessu vilja skipuleggjendur Ólympíuleikanna leggja áherslu á hugtakið „omotenashi“ en það er sérstakt japanskt afbrigði af gestrisni sem nær aðeins lengra en svipuð hugtök gera á öðrum tungumálum. Skylt hugtak er „ichigo ichie“ eða „einn fundur, eitt skipti“ sem þýðir lauslega að taka skuli á móti öllum gestum eins og þeir séu að koma í fyrsta og eina sinn. Farandmoskurnar eru hannaðar til að bregðast við vandamáli sem margir höfðu áhyggjur af í aðdraganda leikanna í Tókýó. Þannig er mál með vexti að þó að í Japan búi allt að 200 þúsund múslimar eru aðeins nokkrar, litlar moskur í höfuðborginni. Þegar fjöldi múslima kemur til að fylgjast með leikunum og keppa verður ekki nóg pláss fyrir þá alla til að biðjast fyrir á sama tíma eins og hefð gerir ráð fyrir. Farandmoskurnar verða keyrðar á milli leikvanga eftir þörfum. Trukkarnir eru útbúnir með vatnstönkum og hreinlætisaðstöðu þar sem múslimar þurfa að þrífa sig vel fyrir hverja bæn, fimm sinnum á dag. Framleiðandinn segir að auk Ólympíuleikanna verði farandmoskurnar boðnar til láns og sölu við ýmis tækifæri um allan heim. Allir sem haldi stórviðburði, þar sem margir múslimar séu meðal gesta, geti nýtt sér tæknina. Einnig sé hægt að nota trukkana til að koma upp bænarýmum við flóttamannabúðir. Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira
Japanskir verkfræðingar hafa hannað færanlegar farandmoskur á hjólum sem verða nýttar til að gefa múslimum sín eigin bænarými þegar Ólympíuleikarnir í Tókýó fara fram eftir tvö ár. Það tók fjögur ár að hanna og framleiða moskurnar. Grunnurinn er 25 tonna trukkur sem hægt er að opna og láta breiða úr sér til að mynda 48 fermetra rými. Þar getur vel á fimmta tug manna lagst á bæn í einu.Með þessu vilja skipuleggjendur Ólympíuleikanna leggja áherslu á hugtakið „omotenashi“ en það er sérstakt japanskt afbrigði af gestrisni sem nær aðeins lengra en svipuð hugtök gera á öðrum tungumálum. Skylt hugtak er „ichigo ichie“ eða „einn fundur, eitt skipti“ sem þýðir lauslega að taka skuli á móti öllum gestum eins og þeir séu að koma í fyrsta og eina sinn. Farandmoskurnar eru hannaðar til að bregðast við vandamáli sem margir höfðu áhyggjur af í aðdraganda leikanna í Tókýó. Þannig er mál með vexti að þó að í Japan búi allt að 200 þúsund múslimar eru aðeins nokkrar, litlar moskur í höfuðborginni. Þegar fjöldi múslima kemur til að fylgjast með leikunum og keppa verður ekki nóg pláss fyrir þá alla til að biðjast fyrir á sama tíma eins og hefð gerir ráð fyrir. Farandmoskurnar verða keyrðar á milli leikvanga eftir þörfum. Trukkarnir eru útbúnir með vatnstönkum og hreinlætisaðstöðu þar sem múslimar þurfa að þrífa sig vel fyrir hverja bæn, fimm sinnum á dag. Framleiðandinn segir að auk Ólympíuleikanna verði farandmoskurnar boðnar til láns og sölu við ýmis tækifæri um allan heim. Allir sem haldi stórviðburði, þar sem margir múslimar séu meðal gesta, geti nýtt sér tæknina. Einnig sé hægt að nota trukkana til að koma upp bænarýmum við flóttamannabúðir.
Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Sjá meira