Fótbolti

Buffon og sonur fyrrum liðsfélaga hans skiptust á treyjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ber aldurinn vel
Ber aldurinn vel vísir/getty
Hinn fertugi Gianluigi Buffon stóð í marki PSG þegar liðið vann 1-3 sigur á Guingamp í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Á meðal sóknarmanna Guingamp var hinn 21 árs gamli Marcus Thuram.

Thuram er sonur frönsku goðsagnarinnar Lilian Thuram og fæddist í Parma á Ítalíu árið 1997 en þá voru Buffon og Lilian Thuram einmitt samherjar í gríðarsterku liði Parma.

Buffon og Thuram eldri urðu meðal annars bikarmeistarar og Evrópumeistarar félagsliða með Parma árið 1999 áður en þeir yfirgáfu báðir félagið og gengu saman til liðs við Juventus sumarið 2001. Þar unnu þeir saman nokkra titla áður en Thuram hélt til Barcelona 2006.

Það voru fagnaðarfundir hjá Buffon og Thuram yngri og eins og sjá má hér fyrir neðan skiptust þeir á treyjum eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×