Fótbolti

Andri Rúnar skoraði í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Rúnar er að gera góða hluti í Svíþjóð.
Andri Rúnar er að gera góða hluti í Svíþjóð. mynd/heimasíða helsingborgar
Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrra mark Helsingborgar er liðið vann 2-0 sigur á Landskrona BoIS í sænsku B-deildinni.

Andri Rúnar kom Landskrona yfir á 24. mínútu eftir undirbúning Anders Randrup og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Rasmus Jeonson tryggði Helsingborg svo 2-0 sigur í síðari hálfleik en Andra var skipt af velli á 73. mínútu. Hann er kominn með níu mörk í deildinni.

Helsingborg er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar og eru átta stigum á undan þriðja sætinu en efstu tvö sætin fara beint upp í A-deildina í Svíþjóð.

Kristján Flóki Finnbogason spilaði allan leikinn hjá Brommapojkarna sem tapaði 2-0 fyrir AIK í sænsku A-deildinni. Bromma er í fjórtánda sætinu.

Haukur Heiðar, sem var ónotaður varamaður í dag hjá AIK, og félagar eru á toppnum með fimm stiga forskot á Hammarby sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×