Tafir vegna malbikunarframkvæmda á Suðurlandsvegi

Miklar umferðartafir hafa verið á Suðurlandsvegi við Landvegamót vegna malbikunarframkvæmda. Samkvæmt upplýsingum frá vegfarendum hafa langar bílaraðir myndast þar í báðar áttir og bílum hleypt í gegn í hollum.
Einn vegfarandi sagði í samtali við Vísi að um hálftíma bið hefði verið eftir því að komast í gegn þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.