Ólst upp við skipskaða í Reykjanesvita Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 20:00 Reykjanesviti á Bæjarfelli Vísir/Einar Árnason Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita. Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita.
Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01
Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15