Enski boltinn

„Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í gær.
Gylfi í leiknum í gær. vísir/getty
„Eftir erfitt fyrsta tímabil lítur út fyrir að leikstjórnandinn gæti blómstrað undir stjórn Marco Silva.” Svona hefst grein Chris Beesley sem fjallar um okkar mann, Gylfa Sigurðsson.

Chris skrifar fyrir LIverpool Echo, staðarblaðið í Liverpool-borg, en blaðið fjallar duglega bæði um Everton og Liverpool. Í dag beindust spjótin að Everton eftir góðan sigur á Southampton í gær.

„Eftir að Gylfi kom frá Swansea síðar sumar þá voru nokkrar hindranir á Goodison. Hann var einn af þremur sem var keyptur sem gat spilað í tíunni,” segir í greininni.

„Nú í hans uppáhaldsstöðu bakvið framherjann, hentar hann vel sem mest sóknþenkjandi miðjumaðurinn með Idrissa Gueye og Morgan Schneiderlin.”

Alla greinina um Gylfa má lesa hér en öll mörkin úr leikjum laugardagsins, þar á meðal sigri Everton, má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×