Íslenski boltinn

Byrjaði gegn KR en er nú kominn heim í Þorpið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann skorar alltaf mörk syngja stuðningsmenn Þórs. Hann er nú mættur aftur heim.
Jóhann skorar alltaf mörk syngja stuðningsmenn Þórs. Hann er nú mættur aftur heim. vísir/daníel
Jóhann Helgi Hannesson er kominn aftur í heimahagana en hann skrifaði í gær undir samning við Þór á lokadegi félagsskiptagluggans.

Jóhann Helgi kemur frá Grindavík til Þórsara en hann gekk í raðir Suðurnesjaliðsins frá Þór fyrir tímabilið þar sem hann hafði leikið alla sína tíð.

Hjá Grindavík fékk kappinn nokkur tækifæri en náði ekki að setja mark sitt á liðið. Hann skoraði einungis eitt mark í þrettán leikjum og það kom í bikarleik gegn Víði.

Hann byrjaði síðasta leik Grindavíkur sem var á mánudagskvöldið gegn KR en er nú kominn heim og gæti spilað með Þór gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld.

Þór er í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar. Liðið er einungis þremur stigum frá toppliði HK og einu stigi á eftir ÍA og Víkingi Ólafsvík sem er í öðru og þriðja sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×