Körfubolti

Tryggvi spilar með liði Obradoiro í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason verður lánaður til spænska úrvalsdeildarliðsins Obradoiro CAB í vetur.

Obradoiro CAB fær Tryggva á láni frá Valencia en það hafði áður komið fram að spænska liðið ætlaði að lána íslenska miðherjann svo hann fengi fleiri mínútur í ACB-deildinni.

Obradoiro CAB bauð Tryggva velkominn í dag á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.





Obradoiro CAB endaði í 12. sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð, átta sætum á eftir Valencia.

Liðið verður mjög alþjóðlegt en í hópnum eru leikmenn frá Íslandi, Belgíu, Svíþjóð, Lettlandi, Þýskalandi, Grikklandi og Bandaríkjunum.

Liðið kemur frá borginni Santiago de Compostela á norðvestur Spáni en Tryggvi mun nú hafa aðsetur í Galisía eða Jakobslandi sem liggur norðan Portúgals.

Tryggvi er eins og er eini hreinræktaði miðherji liðsins en liðið er aftur á móti með fjóra kraftframherja sem gætu auðveldlega tekið að sér miðherjasrtöðuna.

Obradoiro sóttist mjög eftir að fá Tryggva til sín og hann ætti því að fá nóg af mínútum í spænsku deildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×