Körfubolti

Skellur gegn Ísrael

Anton Ingi Leifsson skrifar
U18 liðið sem er á EM.
U18 liðið sem er á EM. vísir/fiba
Íslensku strákarnir í körfuboltalandsliðinu skipað drengjum átján ára og yngri fengu skell gegn Ísrael, 92-60, í lokaleik riðilsins á EM U18 í Skopje.

Ísland er því með einn sigur og fjóra tapleiki en er með jafn mörg stig og Lúxemborg og Makedónía í þremur neðstu sætunum.

Makedónía spilar í kvöld gegn Tékklandi svo það ræðst ekki fyrr en síðar í kvöld um hvaða sæti strákarnir okkar spila.

Ísrael voru sterkir í fyrsta leikhluta. Þeir hittu vel og voru fimm stigum yfir eftir hann, 24-19, og svo tíu stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja 44-34.

Það var kraftur í íslenska liðinu í upphafi síðari hálfleiks og náðu þeir að minnka muninn niður í fimm stig strax í upphafi þriðja leikhluta en þá vöknuðu Ísraelsmenn aftur.

Ísrael náði átján stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta og sigldu sigrinum að lokum örugglega í hús en lokatölur urðu 32 stiga sigur Ísrael, 92-60. Fjórði tapleikur Íslands staðreynd.

Stigahæstur var Hilmar Henningsson með 23 stig en auk þess tók hann sjö fráköst. Sigvaldi Eggertsson kom næstur með 13 stig og sjö fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×