Körfubolti

Keflvíkingar semja við búlgarskan framherja

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Georgi Boyanov
Georgi Boyanov Mynd/South Alabama Jaguars

Georgi Boyanov mun leika með Keflavík í Dominos-deild karla á komandi leiktíð en frá þessu greindi körfuknattleiksdeild Keflavíkur í gærkvöldi.

Georgi þessi er 25 ára gamall Búlgari sem leikur stöðu framherja en hann er 201 sentimetri á hæð.

Hann lék síðast í Pro B deildinni í Þýskalandi en spilaði áður í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hann lék með South Alabama háskólanum. Þá á hann leiki að baki fyrir yngri landslið Búlgaríu að því er segir í tilkynningu Keflvíkinga.

Á lokaári sínu í skólanum þá var hann með 8,8 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik. Hann var ein besta þriggja stiga skytta skólans þann veturinn með 19 þrista og 45 prósent nýtingu.

Keflvíkingar hefja leik í Dominos-deildinni á útivelli gegn Njarðvík þann 4.október næstkomandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.