Lífið

Þjóðhátíðarnefnd bætir við þessum listamönnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Vísir
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verður formlega sett á morgun en helstu listamenn þjóðarinnar koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal um helgina.

FM95Blö, JóiPéxKróli, Írafár, Páll Óskar, Friðrik Dór & Jón Jónsson, Herra Hnetusmjör & Huginn, Stuðlabandið, Ejill Spegill og fleiri hafa boðað komu sína á Þjóðhátíð.

Sverrir Bergmann, Halldór Gunnar og Albatross sjá svo um kvöldvökuna á sunnudagskvöldinu ásamt Sölku Sól, Jóhannu Guðrúnu, Hreimi og Stebba Hilmars.

Nú hefur Þjóðhátíðarnefnd bætt við nokkrum listamönnum sem koma einnig fram um helgina og má þar helst nefna Todmobile, Skonrokk ásamt Magna, Eyþói Inga, Stebba Jak, Stefaníu, Degi, Söru Renee, Karlakóri Vestmannaeyja og ungstirnin í Sprite Zero Klan.

Ingólfur Þórarinsson mun síðan stýra brekkusöngnum á sunnudagskvöldinu en hann verður í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×