Lífið

Veðurfræðingur féll í yfirlið í beinni útsendingu á BBC

Stefán Árni Pálsson skrifar
McCarthy var eitthvað illa fyrir kallaður.
McCarthy var eitthvað illa fyrir kallaður.
Veðurfræðingurinn Mark McCarthy féll í yfirlið í beinni útsendingu á BBC fyrr í dag.

McCarthy var mættur í viðtal til að ræða hitastig jarðar og þá staðreynd að árið 2017 var heitasta ár frá upphafi mælinga.

Fréttakonan Annita McVeigh var rétt búin að bera fram fyrstu spurninguna þegar McCarthy féll í yfirlið og hætta þurfti viðtalinu eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×