Körfubolti

Feðurnir léku saman hjá Haukum en nú eru synirnir í Barcelona

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron er hann skrifaði undir hjá Barcelona.
Aron er hann skrifaði undir hjá Barcelona. vísir/getty
Í byrjun tíunda áratugsins spiluðu þeir Jón Arnar Ingvarsson og Pálmar Sigurðsson saman í feyknasterku liði Hauka í efstu deild körfuboltans hér á landi.

Haukarnir áttu mjög gott lið á þessu tíma en Haukarnir urðu meðal annars Íslandsmeistarar tímabilið 1987/1988 og bikarmeistarar 1985 og 1986.

Nú þrjátíu árum síðar eru þeir Jón Arnar og Pálmar orðnir fullorðnir menn en synir þeirra eru að gera frábæra hluti, í sitthvorri íþróttinni.

Aron Pálmarsson, stórskytta íslenska handboltalandsliðsins, hefur gert það gott undanfarin ár erlendis og spilað með mörgum af allra stærstu liðum Evrópu.

Nú spilar Aron með Barcelona en í morgun bárust fréttir af því að Kári Jónsson hafði samið við körfuboltalið Barcelona. Kári er sonur Jón Arnars og eiga því þeir Jón Arnar og Pálmar syni í einu stærsta íþróttafélagi í heimi.

Rúnar Birgir Gíslason, eftirlitsmaður KKÍ, og mikill körfuboltaáhugamaður vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni fyrr í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×