Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 munum við fjalla ítarlega um stöðuna á Skaftárhlaupi en Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar, er staddur við brúna yfir Eldvatn og hefur fylgst grannt með ásamt því að ræða við björgunarsveitarmenn, landmælingarmenn, lögreglu og bændur á svæðinu.

Einnig fjöllum við um verslunarmannahelgina. Enginn hefur komið á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis það sem af er helgi og lögregla segir helgina hafa farið vel af stað. Fyrir utan nokkur fíkniefnamál hafi ekkert komið upp á sem hafi skyggt á gleði landans. Við sláumst í hópinn með nokkrum hressum útihátíðargestum, á Flúðum, á Ungmennamóti í Þorlákshöfn og í Bolungarvík þar sem fólk hefur velt sér um í drullunni í Mýrarbolta í dag.

Einnig fjöllum við um heyskap sem bændur á Suðurlandi hafa loks komist í og fjöllum um það helsta utan úr heimi, svo sem nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna, þar sem Norður-Kóreumenn eru sakaðir um að halda áfram þróun kjarnorkuvopna og eldflauga.

Þetta og margt fleira í líflegum kvöldfréttatíma klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Hægt er að fylgjast með fréttatímanum með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×