Enski boltinn

Tottenham steinlá á meðan Arsenal lagði Lazio

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Reiss Nelson fagnar marki sínu í Svíþjóð í dag.
Reiss Nelson fagnar marki sínu í Svíþjóð í dag.
Enska úrvalsdeildin hefst næstkomandi föstudag og eru ensku liðin mörg hver að leika sína síðustu æfingaleiki um helgina.

Tottenham er eitt þeirra en liðið steinlá fyrir spænska úrvalsdeildarliðinu Girona í æfingaleik á Spáni í dag.

Brasilíumaðurinn Lucas Moura kom Tottenham yfir snemma leiks en spænska liðið tók í kjölfarið öll völd og vann að lokum öruggan 4-1 sigur. Tottenham lék án flestra lykilmanna sinna og mun líklega líka gera það í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þar sem þeir sækja Newcastle heim eftir slétta viku.

Á sama tíma unnu erkifjendur þeirra í Arsenal 2-0 sigur á Lazio en leikið var á Friends Arena í Stokkhólmi. 

Reiss Nelson skoraði fyrra mark Arsenal og Pierre-Emerick Aubameyang kom inn af bekknum í síðari hálfleik og gulltryggði sigur Arsenal.

Arsenal mætir Man City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×