Körfubolti

Strákarnir enduðu EM á stórsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Strákarnir okkar.
Strákarnir okkar. kkí/kkí
Íslenska körfuboltalandsliðið skipað drengjum átján ára og yngri lenti í 15. sæti á EM U18 sem fór fram í Skopje í Makedóníu síðustu vikuna.

Strákarnir okkar unnu Austurríki, 86-55, í leiknum um fimmtánda sætið i dag en lokaniðurstaðan á mótinu því tveir sigrar og fimm töp.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Ísland var einu stigi undir í hálfleik, 38-37, en í síðari hálfleik stigu okkar menn á bensíngjöfina og rúmlega það.

Þeir unnu þriðja leikhlutann með tuttugu stiga mun, 30-10, og fjórða leikhlutann 19-7. Lokatölur því öruggur 31 stiga sigur strákanna, 86-55, og góður endir á mótinu.

Stigahæstur Íslendinga var Hilmar Henningsson með 24 stig en auk þess tók hann tíu fráköst. Næstir komu Arnór Sveinsson og Sigvaldi Eggertsson með fjórtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×