Fótbolti

Jafntefli í Íslendingaslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðbjörg var væntanlega svona glöð er Mia jafnaði í uppbótartíma.
Guðbjörg var væntanlega svona glöð er Mia jafnaði í uppbótartíma. vísir/getty
Kristianstad og Djurgården gerðu 2-2 jafntefli í Íslendinga í kvennaboltanum í Svíþjóð. Rosengård vann 1-0 sigur á Växjö.

Sif Atladóttir spilaði allan tímann í vörn Kristianstad sem gerði 2-2 jafntefli við Djurgården á heimavelli. Með Djurgården leika Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir.

Allt virðist stefna í sigur Kristianstad en Mia Jalkerud jafnaði fyrir Djurgården í uppbótartíma. Elísabet Gunnarsdóttir stýrir Kristianstad sem er í fjórða sæti deildarinnar en Djurgården í því níunda.

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Rosengård sem vann 1-0 sigur á Växjö á útivelli en sigurinn var mikilvægur fyrir Rosengård í toppbaráttunni.

Eina markið skoraði hin þýska Anja Mittag á 56. mínútu leiksins en eftir sigurinn er Rosengård fjórum á eftir toppliði Piteå sem á þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×