Körfubolti

Annað tapið kom gegn Rúmeníu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hópurinn áður en hann hélt út.
Hópurinn áður en hann hélt út. vísir/kkí
Körfuboltalandslið kvenna átján ára og yngri tapaði gegn Rúmeníu í þriðja leik liðsins í B-deild á EM í Austurríki, 49-63.

Rúmenía byrjaði af miklum krafti og voru þrettán stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 24-11 og 38-19 yfir í hálfleik.

Íslensku stelpurnar náðu aðeins að minnka muninn í þriðja leikhlutanum en rúmensku stelpurnar voru of sterkari og unnu að lokum nokkuð öruggan fjórtán stiga sigur, 49-63.

Ísland er því með einn sigurleik í fyrstu þremur leikjunum en liðið tapaði stórt gegn Portúgal í fyrsta leiknum og unnu svo Georgíu í gær.

Birna Benónýsdóttir skoraði fjórtán stig fyrir Ísland og tók fjórtán fráköst. Ástrós Ægisdóttir kom næst með tólf stig en Eydís Þórisdóttir gerði sjö stig.

Næst spilar Ísland gegn Kýpur á þriðjudaginn en Kýpur er búið að tapa fyrstu þremur leikjum sínum í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×