Innlent

Komu villtum ferðamönnum á Heklu til bjargar

Atli Ísleifsson skrifar
Björgunarsveitarmenn frá Suðurlandi ásamt hálendisvakt björgunarsveita héldu á staðinn og fundu ferðamennina eftir skamma leit.
Björgunarsveitarmenn frá Suðurlandi ásamt hálendisvakt björgunarsveita héldu á staðinn og fundu ferðamennina eftir skamma leit. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi eru núna á sjöunda tímanum að koma til byggða með tvo ferðamenn sem leitað hefur verið að á Heklu síðustu klukkustundirnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélagsins Landsbjörg.

„Ferðamennirnir hringdu á Neyðarlínu um miðjan dag og sögðust villtir í þoku á Heklu.

Björgunarsveitarmenn frá Suðurlandi ásamt hálendisvakt björgunarsveita héldu á staðinn og fundu ferðamennina eftir skamma leit. Voru þeir hræddir, kaldir og hraktir en gengu sjálfir niður í fylgd björgunarmanna,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×