Erlent

Fimm fórust þegar flugvél hrapaði í Kaliforníu

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu á þessu stigi málsins.
Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu á þessu stigi málsins. Vísir/AP
Fimm eru látnir eftir að flugvél hrapaði á bílastæði í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrr í dag.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að slysið hafi átt sér stað í Santa Ana, suður af Los Angeles, klukkan 12:30 að staðartíma, eða 19:30 að íslenskum tíma. AP greinir frá þessu.

Vélin var af gerðinni Cessna og voru allir hinir látnu um borð í vélinni. Svo virðist sem að enginn á bílastæðinu hafi slasast, en það er að finna milli nokkurra verslana í stóru verslunarhverfi.

Þegar vélin hrapaði niður á bílastæðið brotnuðu rúður í bíl einum, en eigandi hans var inni í einni versluninni þegar vélin hrapaði.

Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu á þessu stigi málsins. John Wayne-flugvöllur Orange-sýslu er að finna í um tveggja kílómetra fjarlægð frá slysstaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×