Yfir hundrað hlaupa fyrir Ágúst Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 19:00 Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi. Þremur dögum eftir fimmtugsafmæli Ágústar Guðmundssonar körfuboltaþjálfara og athafnamanns á Akureyri greindist hann með MND sjúkdóminn. Í apríl á þessu ári hvatti hann fjölskyldu og vini til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í áskorunina og í kringum hann er hópur sem heitir Hlaupum fyrir Ágúst. Guðrún Gísladóttir eiginkona hans segir stóran hóp ætla að styðja málefnið. „Það eru mörg hundruð manns í hópnum „Hlaupum fyrir Ágúst“ en þeir sem ætla að hlaupa eru um hundrað og vonandi verða þeir ennþá fleiri,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að líklega sé þetta stærsti hópurinn sem hafi skráð sig hingað til. „Ég hugsa að þetta sé stærsti hópurinn sem er kominn hingað til og þegar kemur nær hlaupinu þá á hann eftir að stækka enn meira,“ segir hún. Guðrún segir Ágúst taka lífinu af miklu æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi. „Í dag á hann erfiðara með mál og öndun og finnur máttleysi í höndum og fótum,“ segir hún. Henning Henningsson félagi Ágústar er einn af þeim hundrað sem hefur nú þegar skrá sig í hlaupið. „Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig Ágúst hefur tæklað þennan erfiða sjúkdóm og hvernig Guðrún hefur stutt við bakið á honum. Það er mjög auðvelt að hrífast með og taka þátt í þessu með þeim,“ segir hann. Nú þegar hafa safnast um þrjár milljónir króna í áheit fyrir félagið. „Fjölskylda og vinir Ágústar eru talsmenn hópsins og stór hluti þeirra er fyrir norðan. Þá er mikill hópur úr körfuboltahreyfingunni sem er að taka þátt í þessu líka,“ segir hann að lokum. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Um hundrað manns hafa ákveðið að hlaupa fyrir félaga sinn í Reykjavíkurmaraþoninu 18. ágúst en hann greindist með MND sjúkdóminn fyrir ári . Eiginkona hans segir þetta einn stærsta stuðningshópinn hingað til en markmiðið er að safna fimm milljónum króna fyrir MND félagið á Íslandi. Þremur dögum eftir fimmtugsafmæli Ágústar Guðmundssonar körfuboltaþjálfara og athafnamanns á Akureyri greindist hann með MND sjúkdóminn. Í apríl á þessu ári hvatti hann fjölskyldu og vini til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar MND félaginu. Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í áskorunina og í kringum hann er hópur sem heitir Hlaupum fyrir Ágúst. Guðrún Gísladóttir eiginkona hans segir stóran hóp ætla að styðja málefnið. „Það eru mörg hundruð manns í hópnum „Hlaupum fyrir Ágúst“ en þeir sem ætla að hlaupa eru um hundrað og vonandi verða þeir ennþá fleiri,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að líklega sé þetta stærsti hópurinn sem hafi skráð sig hingað til. „Ég hugsa að þetta sé stærsti hópurinn sem er kominn hingað til og þegar kemur nær hlaupinu þá á hann eftir að stækka enn meira,“ segir hún. Guðrún segir Ágúst taka lífinu af miklu æðruleysi þrátt fyrir mikil veikindi. „Í dag á hann erfiðara með mál og öndun og finnur máttleysi í höndum og fótum,“ segir hún. Henning Henningsson félagi Ágústar er einn af þeim hundrað sem hefur nú þegar skrá sig í hlaupið. „Það er hreint út sagt ótrúlegt hvernig Ágúst hefur tæklað þennan erfiða sjúkdóm og hvernig Guðrún hefur stutt við bakið á honum. Það er mjög auðvelt að hrífast með og taka þátt í þessu með þeim,“ segir hann. Nú þegar hafa safnast um þrjár milljónir króna í áheit fyrir félagið. „Fjölskylda og vinir Ágústar eru talsmenn hópsins og stór hluti þeirra er fyrir norðan. Þá er mikill hópur úr körfuboltahreyfingunni sem er að taka þátt í þessu líka,“ segir hann að lokum.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira