Kanada og Sádí-Arabía í hár saman Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 06:20 Mannréttindabaráttukonan Samar Badawi er meðal þeirra sem er í haldi sádí-arabískra stjórnvalda. Vísir/EPA Ríkisflugfélag Sádí-Arabíu hefur stöðvað áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Toronto. Ákvörðunin er nýjasta útspilið í deilum ríkjanna tveggja, sem raktar eru til ákalls kanadískra stjórnvalda um að samviskuföngum yrði sleppt úr haldi í Sádí-Arabíu. Deilurnar hafa stigmagnast yfir helgina. Búið er að vísa sendiherra Kanada í Sádí-Arabíu úr landi ásamt því að stöðva öll viðskipti milli ríkjanna. Sádí-Arabar saka Kanadamenn um að hlutast til í innanríkismálum sínum en stjórnvöld í Ottawa eru hvergi bangin og segjast ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum. Þannig er haft eftir utanríkisráðherra Kanada á vef breska ríkisútvarpsins að kanadískum stjórnvöldum þyki miður að búið sé að vísa sendiherra þeirra frá Sádí-Arabíu. Engu að síður ætli Kanadamenn að standa vörð um tjáningarfrelsið, réttindi kvenna og önnur mannréttindi - sama hvar brotið sé á þeim. „Við munum ekki hika við að tala fyrir þessum gildum og trúum því að umræður séu kjarni alþjóðastjórnmála,“ segir Crystia Freeland. Sádí-arabíski starfsbróðir hennar, Adel al-Jubeir, hefur áður lýst því yfir að afstaða kanadískra stjórnvalda byggi á villandi upplýsingum. Þar að auki njóti allir í haldi sádí-arabískra stjórnvalda ákveðinna réttinda. Ein umdeildasta birtingarmynd deilunnar er tíst sem birtist á Twitter-reikningi sem á vef BBC er sagður tengjast stjórnvöldum í Ríad. Í tístinu má sjá mynd af flugvél sem virðist fljúga í átt að einu þekktasta kennileiti Toronto, CN-turninum. Við myndina er skrifað að ekki skuli „vasast í því sem ekki kemur manni við.“ Netverjar voru ekki lengi að benda á líkindin milli tístsins og atburðanna 11. september árið 2001.More very concerning rhetoric emerging from #SaudiArabia, once again involving aviation.In Saudi's latest rift, now with #Canada — an account connected to the Saudi Royal Court has published images with text of an @AirCanada Boeing 767 descending towards CN Tower in Toronto pic.twitter.com/FKcrikI5QD— Alex Macheras (@AlexInAir) August 6, 2018 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ríkisflugfélag Sádí-Arabíu hefur stöðvað áætlunarflug sitt til kanadísku borgarinnar Toronto. Ákvörðunin er nýjasta útspilið í deilum ríkjanna tveggja, sem raktar eru til ákalls kanadískra stjórnvalda um að samviskuföngum yrði sleppt úr haldi í Sádí-Arabíu. Deilurnar hafa stigmagnast yfir helgina. Búið er að vísa sendiherra Kanada í Sádí-Arabíu úr landi ásamt því að stöðva öll viðskipti milli ríkjanna. Sádí-Arabar saka Kanadamenn um að hlutast til í innanríkismálum sínum en stjórnvöld í Ottawa eru hvergi bangin og segjast ætla að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum. Þannig er haft eftir utanríkisráðherra Kanada á vef breska ríkisútvarpsins að kanadískum stjórnvöldum þyki miður að búið sé að vísa sendiherra þeirra frá Sádí-Arabíu. Engu að síður ætli Kanadamenn að standa vörð um tjáningarfrelsið, réttindi kvenna og önnur mannréttindi - sama hvar brotið sé á þeim. „Við munum ekki hika við að tala fyrir þessum gildum og trúum því að umræður séu kjarni alþjóðastjórnmála,“ segir Crystia Freeland. Sádí-arabíski starfsbróðir hennar, Adel al-Jubeir, hefur áður lýst því yfir að afstaða kanadískra stjórnvalda byggi á villandi upplýsingum. Þar að auki njóti allir í haldi sádí-arabískra stjórnvalda ákveðinna réttinda. Ein umdeildasta birtingarmynd deilunnar er tíst sem birtist á Twitter-reikningi sem á vef BBC er sagður tengjast stjórnvöldum í Ríad. Í tístinu má sjá mynd af flugvél sem virðist fljúga í átt að einu þekktasta kennileiti Toronto, CN-turninum. Við myndina er skrifað að ekki skuli „vasast í því sem ekki kemur manni við.“ Netverjar voru ekki lengi að benda á líkindin milli tístsins og atburðanna 11. september árið 2001.More very concerning rhetoric emerging from #SaudiArabia, once again involving aviation.In Saudi's latest rift, now with #Canada — an account connected to the Saudi Royal Court has published images with text of an @AirCanada Boeing 767 descending towards CN Tower in Toronto pic.twitter.com/FKcrikI5QD— Alex Macheras (@AlexInAir) August 6, 2018
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira