Körfubolti

Tap gegn Kýpur í fjórða leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Íslands
Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst í liði Íslands Vísir/Andri
Íslenska stúlknalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri tapaði fyrir Kýpur í fjórða leik sínum á EM U18 í Austurríki.

Íslensku stelpurnar voru undir eftir fyrsta leikhluta en unnu annan leikhluta og staðan í hálfleik var 29-25 fyrir Kýpur.

Svo fór að lokum að þær kýpversku unnu nokkuð öruggan 60-42 sigur. Þetta var þriðji tapleikur liðsins á EM, eini sigur Íslands kom gegn Georgíu í annari umferð.

Birna Benónýsdóttir var stigahæst í liði Íslands með 15 stig. Hún tók 9 fráköst og gaf tvær stoðsendingar en þurfti að fara út af í fjórða leikhluta með fimm villur.

Næsti leikur, sem er jafnframt síðasti leikur riðlakeppninnar, er gegn Finnum á morgun.

Stig Íslands: Birna Benónýsdóttir 15 stig, Anna Svansdóttir 8 stig, Ólöf Óladóttir 6 stig, Sigrún Ólafsóttir 3 stig, Kamilla Viktorsdóttir 3 stig, Ásta Grímsdótti 2 stig, Ástrós Ægisdóttir 2 stig, Elsa Albertsdóttir 2 stig, Alexandra Sverrisdóttir 1 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×