Sport

Guðlaug Edda í tuttugasta sæti á EM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðlaug Edda Hannesdóttir
Guðlaug Edda Hannesdóttir Mynd/ITU Aquathlon World Championships
Guðlaug Edda Hannesdóttir lenti í 20. sæti í þríþrautarkeppni á Meistaramóti Evrópu í Glasgow. Nicola Spirig vann keppnina örugglega.

Spirig er 36 ára og varð Evrópumeistari í sjötta skipti á tímanum 1:59:13 klukkustundum. Hún var með hálfrar mínútu forskot á hina bresku Jess Learmonth.

Guðlaug Edda var lengi vel í baráttunni á meðal tíu efstu og á tímabili var hún jöfn í fjórða sæti. Spirig, Learmonth og hin franska Cassandra Beaugrand voru í nokkrum sérflokki en það var þéttur pakki þar fyrir aftan.

Þegar kom að síðustu greininni, hlaupinu, drógst Guðlaug Edda aðeins aftur úr og endaði eins og segir í 20. sæti.

Í þríþraut er keppt í 1,5 kílómetra sundi, 40 kílómetra hjólreiðum og 10 kílómetra hlaupi. Guðlaug Edda fór þetta allt saman á tímanum 2:05:19 klukkustundum og var rétt rúmum sex mínútum á eftir Spirig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×