Íslenski boltinn

Alex Freyr búinn að semja við KR?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alex Freyr Hilmarsson.
Alex Freyr Hilmarsson. Vísir/Andri Marinó
Alex Freyr Hilmarsson gæti spilað með KR í Pepsi deild karla á næsta tímabili. Fótbolti.net greinir frá þessu í dag.

Alex Freyr hefur verið einn af bestu mönnum Víkings síðustu ár. Hann er uppalinn hjá Sindra á Höfn í Hornafirði en lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindvíkingum árið 2012.

Fótbolti.net hefur eftir sínum heimildum að Alex Freyr sé búinn að ná samningum við KR en Vesturbæingar vildu ekki tjá sig um málið.

Miðjumaðurinn verður samningslaus í október. Samkvæmt nýjum félagsskiptareglum á Íslandi mega félög ræða við leikmenn þegar þeir eiga sex mánuði eftir af samningi sínum við önnur lið. Það verður þó að vera gert uppi á borðinu, það er það þarf að láta viðeigandi félag vita ef rætt er við leikmann þess.

Alex á að baki 73 leiki í efstu deild sem hann hefur skorað 13 mörk í. Hann gæti spilað sinn síðasta leik með Víkingum gegn tilvonandi félögum sínum því KR og Víkingur eigast við í lokaumferð deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×