Enski boltinn

Everton fékk þrjá og í viðræðum við þann fjórða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mina er kominn á Goodison.
Mina er kominn á Goodison. vísir/getty
Forráðamenn Everton voru í stuði á lokadegi félagsskiptagluggans en liðið samdi við þrjá leikmenn í dag og sá fjórði gæti verið á leiðinni.

Þeir Yerry Mina og Andre Gomez koma fra Barcelona. Mina er keyptur á rúmar 27 milljónir punda en Gomez kemur að láni.

Mina er 23 ára gamall varnarmaður frá Kólumbíu sem þykir afar sterkur í föstum leikatriðum. Hann skoraði meðal annars gegn Englandi á HM í sumar.

Gomez er 25 ára gamall miðjumaður sem hefur verið í herbúðum Barcelona frá 2016. Þriðji leikmaðurinn er svo Bernard sem kemur á frjálsri sölu frá Shaktar Donetsk. Hann skrifar undir fjögurra ára samning.

Everton hefur svo fengið frest til þess að ganga frá lánssamningi við varnarmanninn frá Chelsea, Kurt Zouma. Hann var á láni hjá Stoke á síðustu leiktíð og vill Chelsea lána hann á nýjan leik.

Það er ljóst að Everton mætir með öflugt lið í vetur og að Marel Brands, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála, er að taka til hendinni á Goodison.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×