Enski boltinn

Burnley slapp með jafntefli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Berg spilaði í rúma klukkustund í dag.
Jóhann Berg spilaði í rúma klukkustund í dag. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði markalaust jafntefli við Istanbul Basaksehir í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Leikið var í Tyrklandi en leikurinn er liður í þriðju umferð forkeppninnar. Komast þarf í gegnum fjórar umferðir til þess að komast í riðlakeppnina.

Tyrkirnir voru sterkari í kvöld. Þeir áttu átján skot á markið og voru 72% með boltann en náðu ekki að brjóta sig í gegnum enska múrinn.

Burnley átti einungis tvö skot að marki heimamanna en enska liðið hefur ekki átt svona fá skot í átt að marki síðan gegn Ipswich í mars 2012 er liðið lék í ensku B-deildinni.

Jóhann Berg spilaði í 62 mínútur en enska úrvalsdeildin hefst um helgina. Síðari leikur Istanbul og Burnley fer svo fram á Turf Moor um næstu helgi.

Böðvar Böðvarsson var ónotaður varamaður er Jagiellonia Bialystok tapaði 0-1 fyrir Gent. Liðin mætast á ný í Belgíu í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×