Enski boltinn

Pickford fær nýjan samning hjá Everton

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pickford hafði betur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni í kjörinu um leikmann ársins hjá Everton í vor
Pickford hafði betur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni í kjörinu um leikmann ársins hjá Everton í vor vísir/getty
Everton vill sjá Jordan Pickford skrifa undir nýjan samning við félagið um leið og hann snýr aftur úr sumarfríi. Sky Sports greindi frá þessu í morgun. Pickford er talinn efstur á óskalista Chelsea fari svo að Lundúnaliðið þurfi nýjan markvörð.

Gareth Southgate valdi Pickford sem aðalmarkvörð Englendinga á HM í Rússlandi þar sem hinn 24 ára Pickford var ein af stjörnum enska liðsins.

England komst alla leið í undanúrslit á HM og fengu leikmennirnir því lengra frí en margir samherjar í félagsliðum þeirra.

Sky greindi frá því fyrir helgi að Pickford væri efstur á óskalista Chelsea fari svo að Thibaut Courtois yfirgefi félagið.

Everton vill hins vegar halda markverðinum hjá sér og ætla forráðamenn félagsins að reyna að fá hann til þess að framlengja samning sinn við félagið eins fljótt og hægt er og tryggja þannig framtíð hans í Liverpool-borg.


Tengdar fréttir

Pickford efstur á óskalista Chelsea

Chelsea hefur áhuga á að kaupa Jordan Pickford frá Everton ef Thibaut Courtois verður seldur í sumar. Pickford var aðalmarkvörður Englendinga á HM í Rússlandi í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×