Íslenski boltinn

Endurkoma Castillion gerði lítið fyrir Víking: „Áhugalaus og ekki tilbúinn að fórna sér“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það var lítil sem engin ógn af Castillion í teignum
Það var lítil sem engin ógn af Castillion í teignum S2 Sport
Geoffrey Castillion er mættur aftur í Víkina á láni frá FH. Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking í sumar í 4-0 tapinu gegn Stjörnunni á sunnudag.

Sérfræðingar Pepsimarkanna fóru yfir frammistöðu Castillion í leiknum í þætti gærkvöldsins og má segja að þeir hafi ekki hrifist af framherjanum.

s2 sport
„Það er ekki nóg að skipta um treyju,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, einn sérfræðinga þáttarins. „Fyrir mér þá virkaði hann frekar áhugalaus og hann var ekki tilbúinn til þess að fórna sér í þessa bolta sem voru að koma á hann.“

„Þetta er stærsti maðurinn í teignum og hann lætur mann sem er líklega 20 sentimetrum minni vinna skallabolta.“

„Það er enginn áhugi í að gera eitthvað við þessa bolta.“

Castillion er aðeins búinn að skora eitt mark í 11 leikjum í sumar með FH. Hann gerði 11 mörk í 17 leikjum með Víkingum á síðasta tímabili.

„Miðað við skrokkinn sem hann hefur þá á hann að vera yfirburðamaður í návígum og skallaeinvígum. En eins og hann var að spila í gær þá var hann ekki nálægt því að vera það,“ sagði Hallbera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×