Íslenski boltinn

Pepsimörkin um varnarvegg Grindvíkinga: „Þetta á ekki að sjást í efstu deild“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Varnarmenn Grindavíkur opna vegginn og hleypa boltanum í gegn
Varnarmenn Grindavíkur opna vegginn og hleypa boltanum í gegn S2 Sport
KR vann mikilvægan sigur á Grindavík í baráttunni um Evrópusæti í Pepsi deild karla í gær. Varnarmenn Grindvíkinga gáfu KR fyrsta markið og munu líklega naga sig í handarbökin við að horfa á hrikaleg mistök sín.

Fyrsta mark leiksins kom ekki fyrr en á 82. mínútu þegar Óskar Örn Hauksson skoraði beint úr aukaspyrnu. Grindvíkingar stilltu upp varnarvegg sem síðan klofnaði í tvennt og hleypti skoti Óskars beint í markið.

„Þetta á ekki að sjást í efstu deild,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, einn sérfræðinga Pepsimarkanna, þegar farið var yfir markið í þætti gærkvöldsins.

„Mennirnir snúa sér frá og þegar þeir horfa á þessa mynd aftur, ég veit ekki hvað þeir munu hugsa, en ég held þeir skammist sín.“

„Þjálfarinn er búinn að stilla upp vegg og ætlast til þess að þeir standi kyrrir. Það er eitt augnablik í þessum leik þar sem þú ert beðinn um að standa kyrr og vonast til þess að boltinn fari í þig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×