Er tilboð? Heiðarleiki og markaðsmál Ósk Heiða Sveinsdóttir skrifar 31. júlí 2018 11:26 Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ósk Heiða Sveinsdóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þú heyrir orðið markaðsmál, er heiðarleiki það fyrsta sem þér dettur í hug? Nei, kannski ekki. Stundum hefur því verið haldið fram að markaðsmál snúist um að breyta skoðunum (ekki alltaf til hins betra) og sannfæringu frekar en sannleika. Á undanförnum árum, ef til vill í tengslum við samfélagsmiðla og aukið aðgengi neytenda að fyrirtækjunum sjálfum, hefur ljósi markaðsmála hins vegar í auknum mæli verið beint að heiðarleika. Þá kemur efnismarkaðssetning (e. Content marketing) sterk inn. Slík markaðssetning þarf ekki að vera flókin eða kostnaðarsöm, en hér verður að vera til staðar áhugi, ástríða og vilji til að vanda til verka. Áhersla á efnismarkaðssetning getur líka verið góður byrjunarpunktur fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að auka heiðarleika í samskiptum sínum við viðskiptavini. Sem hafa það að markmiði að byggja upp fyrirtækið sem trúverðugt og sem trausta uppsprettu upplýsinga og gæða. Án heiðarleika er lítið traust og heiðarleiki er afbragðsgrunnur til að byggja á.Sérstakt tilboð, bara fyrir þig Efnismarkaðssetning byggir á þeim grunni að fyrirtæki breyti því hvernig þau líta á samband sitt við viðskiptavini. Áhersla er lögð á að meta virði ekki einungis í gegnum kaup og sölu heldur einnig með því að skapa gagnkvæmt virði með samböndum innan og utan fyrirtækisins, arðbær langtímasambönd. Eitt af því sem efnismarkaðssetning getur gert er að færa áhersluna af sölumennsku og söludrifnum skilaboðum yfir í að deila upplýsingum, ráðum og að eiga raunverulegt samtal við viðskiptavini. Ekki að troða upp á viðskiptavini þína því sem þú heldur að þeir vilji heyra heldur að leggja vinnu í að skilgreina það og komast að því hvaða virði þú getur veitt þínum hóp – umfram t.d. vöruna.Ég kaupi bara af þeim því það stenst allt sem þau segja Hvað sem þú gerir, í auglýsingum, innri sem ytri markaðssetningu og ekki síst á samfélagsmiðlum, þá skaltu vera viss um tilganginn. Ef söludrifin áhersla í markaðsmálum snýst um koma á framfæri við markhópinn þinni vöru eða þjónustu þá leggur efnismarkaðssetning með heiðarleika að leiðarljósi áherslu á að tengja saman það sem fyrirtæki hafa fram að færa við viðskiptavini á dýpri hátt en aðeins í gegnum vöru, verð og afsláttarprósentur. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa einlægan áhuga á viðskiptavinum sínum, metnað til að ná árangri og gera sér grein fyrir því að án viðskiptavina sinna væru þau ekkert, þá kemur árangurinn fljótlega í ljós. Ekki síst ef mistök eiga sér stað, viðurkenndu þau, bættu fyrir það sem fór úrskeiðis og lærðu af því. Alvöru svör, alvöru aðgerðir og engin froða.Ekkert rugl, bara alvöru fólk Hafðu áhuga á viðskiptavininum þínum, vertu heiðarleg/ur með það sem þú hefur fram að færa og einnig ef þú gerir mistök. Þorðu að taka á móti ábendingum og gagnrýni, segðu frá og byggðu upp tengsl. Ef vel tekst til þá getur þú byggt upp samband við viðskiptavininn og sú tilfinning og tengingin við vörumerkið hefur jákvæð áhrif sem skila sér vonandi í því að þegar kemur að kaupum horfir viðskiptavinurinn fram hjá vöru samkeppnisaðilans og kaupir þína vöru. Það sama gildir um samskipti við viðskiptavin, vertu alvöru, hafðu trú á því sem þú hefur fram að færa og komdu heiðarlega fram. Ef þú gerir það ekki, kemur það á endanum í ljós og þá er ekki víst að þú fáir annan séns. Þetta er verkefni, en það er til mikils að vinna. Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Trackwell
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun